150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

fjáraukalög 2020.

695. mál
[19:23]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Við Píratar leggjum áherslu á varnir fyrir heimilin, að viðhalda þjónustu hins opinbera og búa til tækifæri til framtíðar. Við gerum það með því að leggja til auknar og öruggar fjárheimildir til heilbrigðiskerfisins, viðbætur í vaxta- og húsaleigubætur og tengd verkefni og síðan mikla innspýtingu í nýsköpunarverkefni. Þar grípum við atvinnuleysið og fáum tækifæri til framtíðar.

Eins og títt er rætt um hérna er talað um að þetta séu fyrstu aðgerðir. Ef það á að grípa til fleiri pakka í ár eru þetta tillögurnar sem þeir koma til með að byggja á, alveg bókað. Þar af leiðandi er bara mjög heiðarlegt að byrja á að sýna á þau spil. Við vinnum alveg pottþétt út frá þessu á næstu mánuðum þannig að ég sé ekki ástæðu til annars en að samþykkja bara strax.