150. löggjafarþing — 85. fundur,  30. mars 2020.

fjáraukalög 2020.

695. mál
[20:18]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi koma hingað upp og þakka fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd fyrir mjög góða vinnu við þau stóru mál sem hér hafa verið til umfjöllunar og öllum þingmönnum fyrir samstarfið. Við vitum öll að hér erum við að grípa til aðgerða til að koma fólki til vinnu, til að koma atvinnulífinu í gang, finna viðspyrnu til að koma til varnar og verja heimilin og fólkið í landinu. Við vitum líka að við getum þurft að gera meira en er í þeim tillögum sem hér eru fram bornar og fá góðan stuðning þingsins. Ég þakka fyrir samstöðuna um það. Við munum án efa fá verulega hjálp í þeim efnum.