150. löggjafarþing — 85. fundur,  30. mars 2020.

fjáraukalög 2020.

695. mál
[20:22]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Virðulegi forseti. Okkur hefur orðið tíðrætt um að frekar þurfi að gera meira en minna á þessum tímum. Fyrr í kvöld voru felldar tillögur um að gera helmingi meira í fjárfestingarátakinu með áherslu á velferðarkerfi sem nú mæðir svo sannarlega á og nýsköpun sem er sá mótor sem þarf í viðspyrnuna fram undan. Þetta er miður, en þó að við séum að gera minna en meira þýðir það ekki að þetta séu slæmar tillögur. Þvert á móti eru þetta góðar tillögur sem við erum að samþykkja en það þýðir einfaldlega að við þurfum að mæta fyrr aftur í salinn til að gera nýjar tillögur vegna þess að þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum á þeirri vegferð sem við erum á.