150. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:32]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hafa bréf frá eftirtöldum ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum; Frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 859, um Nýja Landspítalann ohf., frá Bergþóri Ólasyni; frá umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1165, um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál, frá Birni Leví Gunnarssyni; frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 869, um aftökur án dóms og laga, frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.