150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[18:13]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir. Það er frábært að vita af því. Það væri eiginlega enn þá betra vita af einhverju netfangi eða einhverju sem hægt væri að senda fyrirspurnir til, til að fá svör við þessu. Annað sem ég rak augun í er að við erum að tala um rosalegar upphæðir, 28 milljarða, gæti líklega farið í 30 milljarða, ég veit ekki hvort er. Það segir hér orðrétt í frumvarpinu, með leyfi forseta:

„Laust fé í umferð gæti aukist um sömu fjárhæð og nýtist við að draga úr mögulegum greiðsluflæðisvanda í hagkerfinu. Að teknu tilliti til aðstæðna í efnahagslífinu nú um mundir er ekki talið að þessi aukning lausafjár hafi óæskileg áhrif á þróun verðbólgu.“

Þarna er sleginn varnagli og þetta er allt í áttina að verðbólgan fari af stað. Þarna er boðið upp á 1,75% vexti sem eru mjög hagstæðir vextir. Er þetta bara varnagli eða er ótti um að verðbólgan gæti farið af stað?