150. löggjafarþing — 93. fundur,  28. apr. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

722. mál
[17:54]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég lýsi ánægju með að þetta frumvarp sé að verða að lögum í dag, enda um jákvæðar breytingar að ræða, ýmsar rafrænar breytingar. Ég þakka nefndinni fyrir góð störf og góða vinnu við frumvarpið.

Hér er verið að samþykkja nokkrar varanlegar breytingar á rafrænni málsmeðferð og ryðja úr vegi hindrunum sem fyrir voru í lögunum, m.a. um dánarvottorð og ættleiðingar, bæði í barna- og útlendingalögum. Það er jákvætt og ég bind vonir við að það sé eitt af fjölmörgum skrefum sem hér verða tekin í átt að aukinni rafrænni stjórnsýslu sem léttir öllum lífið, bæði ríki og borgurum.

Síðan eru aðrar tímabundnar breytingar en það er hægt að líta svo á þetta að reynsla komist á ýmis fjarfundaform og rafræn samskipti sem verður vonandi til þess að stjórnsýslan færist enn hraðar yfir á enn meira rafrænt form. Ég þakka nefndinni fyrir góða vinnu.