150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

alþjóðastarf.

[10:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Á fundi forsætisnefndar í gær, 29. apríl, var samþykkt að í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins og með hliðsjón af ákvörðunum þjóðþinga í nágrannalöndunum að framlengja fyrri ákvörðun forsætisnefndar frá 17. mars sl. um alþjóðastarf Alþingis. Í samþykkt forsætisnefndar felst að vinnutengdar ferðir þingmanna og starfsmanna skrifstofunnar til útlanda falla niður og að jafnframt falla niður móttökur, fundir og ráðstefnur hérlendis með þátttöku erlendra gesta.

Samþykkt forsætisnefndar frá því í gær gildir til loka þingfunda á yfirstandandi vorþingi, sem sagt á mannamáli er allt alþjóðastarf Alþingis á ís svo lengi sem þetta þing stendur.