150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

um fundarstjórn.

[11:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Fyrst það er nú einu sinni forseti sem kveður upp þennan úrskurð sem má ekki áfrýja eða ræða, sem er undarlegt til að byrja með, við höfum ákveðið málfrelsi við þetta ræðupúlt, vil ég tala til forseta og spyrja nákvæmlega hvað það var til þess að við getum passað okkur á þessu orðfari í framtíðinni. Á ég að endurtaka hluta af ræðunni og athuga hvort ég fái athugasemdir? Þá er komin svona útilokunaraðferð, hvort það var þetta eða hitt sem við eigum að passa okkur í framtíðinni. Að sjálfsögðu er mjög eðlileg krafa að fá að vita hvað var svona ámælisvert í ræðunni til þess að við getum skoðað hvort það sé málefnalegt eða eitthvað sem forseti sjálfur tók kannski í fljótfærni ákvörðun um og gæti viljað endurskoðað þann dóm sjálfur. Það er ekki hægt að áfrýja til neins annars en forseta.