150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

barnalög.

707. mál
[14:11]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek bara undir með hv. þingmanni að það þarf að skoða þetta. Upphaflega var lagt upp með að koma hér með víðtækari breytingar á meðlagskerfinu. Sú vinna vannst aftur á móti hægar og ég taldi enga ástæðu að bíða með þessar góðu breytingar hér og bíða eftir hinni breytingunni sem þarf vissulega að gera, að skoða meðlagskerfið í stærra samhengi og hvernig það hefur reynst, hvaða breytingar þarf að gera vegna þessa, bæði vegna lögheimilisforeldra og hinna ýmsu réttaráhrifa á mismunandi stöðu fólks. Sú vinna þarf að fara fram. En þó að uppleggið hafi verið að koma með slíkar breytingar í þessu frumvarpi, stærri breytingar á meðlagskerfinu en lagðar eru til hér, m.a. um aukið samningsfrelsi, þá ákveð ég að leggja fram þessar breytingar af því að þær voru tilbúnar og eru þarfar og mikið er kallað eftir þeim og hafa verið í vinnslu lengi og að vinna síðan hitt áfram.