150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

vernd uppljóstrara.

362. mál
[14:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég hef skilið þetta eins og hv. þingmaður orðar það. Við þekkjum þá umræðu sem hér hefur verið um Samherja, bara svo það sé sagt upphátt, og starfsemi þess fyrirtækis erlendis og allt það sem þar hefur verið greint frá og er í farvegi í kerfinu. Þetta virkar ekki afturvirkt. Við getum verið viss um að þeir sem hafa nú þegar komið fram og upplýst um eitthvað, hvort sem það var sá aðili sem ég nefndi og fyrirtæki eða aðrir, virkar það ekki afturvirkt. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa hér skattalega festi, eru hér með fyrirtækin sín skráð, íslenskir starfsmenn sem starfa samkvæmt íslenskum lögum, hljóti að eiga að njóta þeirra réttinda sem þetta frumvarp býður upp á. Ég tel afar mikilvægt að við séum samstiga í því og þeirri nálgun.