150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[16:53]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er leiðinlegt að hv. þingmanni finnist ég vera að kasta ryki í augu fólks vegna þess að mér heyrist við vera að segja sama hlutinn. Það sem ég sagði, það sem ég gagnrýndi var að þetta frumvarp hafi ekki verið metið út frá áhrifum á umhverfið eins og frumvörp eru oft og tíðum, (Gripið fram í.) eins og stærri áætlanir eru sem koma hingað inn til þingsins. Það að meta umhverfisáhrif stóru myndarinnar sem birtist í frumvarpi er auðvitað ekki það, eins og ég sagði í fyrra andsvari, að fyrir liggi fullnaðarumhverfismat á hverja einustu framkvæmd sem í frumvarpinu er rædd. Auðvitað ekki. En þetta er nákvæmlega það sama og ég sagði í fyrra andsvari mínu og ég átta mig ekki á því hvaða rekistefnu þingmaðurinn er að gera að segja sama hlutinn og láta eins og ég hafi ekki sagt það. (KÓP: En ætlarðu ekki að svara spurningunni?)