150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[21:01]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka ekki fyrir þetta andsvar því það var lélegt. Hv. þingmaður leit einfaldlega fram hjá svörum mínum áðan vegna þess að hann vill ekki heyra þau því hann fylgir dogma, kennisetningum sem ganga ekki upp. Ég get t.d. vísað í það að flokkssystir hv. þingmanns lýsti því að það væri mjög mikilvægt að þrengja aðgengi að Hörpu, þegar verið var að byggja það hús, til þess að búa til umferðarteppur. Þetta er markmiðið. Markmið hv. þingmanns og félaga hans, því miður, er allt of oft að búa til umferðarteppur, búa til vandamál í staðinn fyrir að leysa þau, því að hv. þingmaður og flokkur hans er að allt of miklu leyti í vandamálabransanum. Við erum í lausnabransanum. Ég er búinn að nefna hér nokkur atriði sem gætu strax hjálpað til. Ljósastýring, einfalt mál, er annað en ég skal sýna hv. þingmanni líkön, af því að hann nefndi þau í fyrra andsvari. Ég hef einmitt skoðað líkön um það (Forseti hringir.) hvernig megi bæta mjög umferðina á höfuðborgarsvæðinu.