150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

kyrrsetning, lögbann o.fl.

710. mál
[22:23]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég get sagt hv. þingmanni að við erum bara að tala um fáar vikur, en ég get ekki nákvæmlega sett á hversu margir dagar það verða. Það er erfitt að nefna það. Ég myndi áætla að það væri minna en mánuður og tæki fáar vikur en ég get kannski ekki farið nákvæmar út í það. Við flýtimeðferð er verið að úthluta málinu strax. Það er ekki verið að veita neina fresti nema brýna nauðsyn beri til, stefnufrestur er bara einn sólarhringur og það á að fella dóm eins hratt og unnt er. Þarna er auðvitað verið að flýta öllum skrefum sem koma við sögu. Ég vona að þetta svari spurningu hv. þingmanns.