150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:22]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Mig langar til að gera grein fyrir því að þingflokkur Viðreisnar mun greiða atkvæði með þessu máli. Hér er um að ræða tímabundna ráðstöfun til að mæta viðkvæmum hópi fólks í gríðarlega erfiðri stöðu. Það er alveg rétt að margt býr undir í þessu, það þarf að ræða ákveðin mál og taka þetta í stærra samhengi. Ákvarðanir af þessu tagi myndu alla jafna þarfnast ítarlegrar meðferðar. Hið sama á við um allar þær aðgerðir sem hér hefur verið farið í af hálfu stjórnvalda til að mæta aðstöðu fyrirtækja og heimila á þeim tímum sem við lifum nú.

Það að taka þennan viðkvæma hóp sérstaklega út fyrir og segja að við gerum þetta bara seinna eru mjög sérkennileg skilaboð. Í þeim anda að við erum að mæta fordæmalausum aðstæðum styður þingflokkur Viðreisnar þetta mál.