150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[11:47]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Við í Viðreisn erum á og styðjum nefndarálit meiri hluta nefndarinnar. Við höfum dregið það fram og reynt að nálgast þetta risavaxna verkefni með það í huga hvernig við getum orðið að liði. Það er margt sem hefur tekið jákvæðum breytingum innan nefndarinnar. Hæstv. forsætisráðherra talaði blessunarlega um nýsköpunina því að það er tæki til framtíðar. Margt mjög jákvætt hefur verið gert hér en ég sakna þess m.a. að ekki hafi verið samþykkt tillaga okkar frá Viðreisn sem fól í sér að aðgerðirnar væru ótímabundnar. Þannig værum við raunverulega að horfast í augu við og takast á við framtíðina þar sem við þurfum að fjölga tækifærum.

Eins og ég segi styðjum við í Viðreisn þetta eins og það liggur fyrir en ég vek um leið athygli á því að þær fáu tillögur sem stjórnarandstaðan hefur lagt fram eru nú sem fyrr allar felldar af stjórnarmeirihlutanum.