150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hérna er leiðrétting á grunnlífeyri samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar frá árinu 2007 þar sem reikna á með hækkun grunnlífeyris, annaðhvort eftir launaþróun eða eftir vísitölu neysluverðs, hvort sem er hærra. Það hefur aldrei verið gert í rauninni þannig að smátt og smátt hefur orðið ákveðin gliðnun á raunhækkun miðað við þá hækkun sem tekin er fram í lögunum upp á rúmlega 30%. Þetta er það sem munar á málefnasviði örorku þannig að við leggjum einfaldlega til að á sömu forsendum og laun þingmanna og ráðherra hækka eftir raunverulegri launaþróun verði þetta lagfært þannig að það sé sambærilegt.

Ég segi já.