150. löggjafarþing — 101. fundur,  11. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[17:18]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Ég hef samþykkt þær breytingartillögur sem eiga að gera málið betra en greiði ekki atkvæði með þessu máli þar sem ekki hefur verið orðið við þeim ábendingum að passa upp á að þegar ríkið er með einhvers konar stuðning vegna Covid séu alveg gulltryggðir allir þeir þættir sem við erum að nefna varðandi það að arðgreiðslur séu ekki mögulegar. Það er tryggt þarna, en ekki alveg að fullu, að fyrirtækin séu ekki með skattaskjól. Að okkar mati er ekki tryggt að fullu að þessi fyrirtæki fari ekki í einhverja ofurbónusa eða slíkt. Það eru ýmis smáfyrirtæki. Það má alveg tryggja það og að einhverju leyti gæti ríkisstuðningurinn mögulega komið til baka.

Allir þessir þættir skipta máli af því að er verið að fara með ríkisfé. Til að farið sé vel með það þarf að passa upp á þessa hluti sem er ekki gert nægilega vel í þessu frumvarpi og að sumu leyti ekki neitt. Þess vegna styðjum við ekki frumvarpið.