150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:10]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég kem hér upp til að bregðast við orðum hv. þm. Ólafs Þórs Gunnarssonar sem segir að ég hafi sagt rangt frá. Ég skil það ekki alveg. Ég sagði í ræðu minni að meiri hluti nefndarinnar kysi að leggjast gegn tillögu formanns með þeim rökum að sambærilegs frumvarps væri að vænta frá félags- og barnamálaráðherra. Að taka ekki þátt er afstaða. Það er afstaða. Meiri hlutinn lagðist gegn því að nefndin myndi flytja þetta tiltekna mál með þeim rökum að annað mál væri að koma frá félags- og barnamálaráðherra seinna. Ég get ekki séð að ég hafi sagt rangt frá og ég stend með þeim orðum og stend með þeirri bókun sem mun birtast von bráðar í fundargerð velferðarnefndar.