150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[15:05]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Óla Birni Kárasyni fyrir svörin. Jú, það getur verið spurning hvað er hagstætt, en spurningin er líka hver ætlar að fylgjast með því. Við vitum að það getur orðið vafamál hvort fyrirtæki fá þetta eða ekki. Það getur verið túlkunaratriði. Það er sagt að hægt sé að fara með málið til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. En ég spyr mig líka hver ætli að hafa eftirlit með því. Hvernig geta þeir einstaklingar sem fá kannski ekki þá fyrirgreiðslu sem þeir telja sig eiga rétt á, er neitað um hana, leitað réttar síns upp á að kanna og fá staðfest að þeir eigi þennan rétt og geti sótt hann, þótt bankarnir segi nei? Við vitum að (Forseti hringir.) alls konar ágreiningur á eftir að koma upp í þeim efnum.