150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

innflutningur dýra.

608. mál
[19:41]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Þetta mál bætir stöðuna varðandi velferð dýra og ég greiði atkvæði með því. Þó eru athugasemdir sem skiluðu sér ekki inn skriflega, þ.e. breytingartillögur frá dýraverndarsamtökum og samtökum grænkera sem setja velferð dýra í forgang í sinni neyslu, og hefur formaður nefndarinnar, hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir, veitt vilyrði fyrir því að málið fari aftur inn í nefndina á milli 2. og 3. umr. í því skyni að bregðast við þeim athugasemdum þannig að hægt sé að klára að vinna málið með þeim breytingartillögum sem nefndar voru. Verði það gert sómasamlega er þetta bara hið frábærasta mál þar sem velferð dýra er höfð að leiðarljósi með athugasemdum frá þeim sem helst setja dýravelferð í forgang sem samtök á Íslandi.

Ég greiði atkvæði með því núna að við fáum málið inn í nefnd milli 2. og 3. umr.