150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[16:19]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P):

Herra forseti. Við Píratar styðjum heils hugar markmið frumvarpsins um fjárhagslegar stuðningsaðgerðir fyrir minni fyrirtæki og einyrkja í alvarlegum rekstrarvanda til að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum. Við getum þó ekki stutt málið vegna þess að ekki var fyllilega girt fyrir möguleika rekstraraðila sem nýta skattaskjól til að njóta fjárstuðnings frá ríkinu. Píratar telja löggjafanum skylt að koma í veg fyrir misnotkun á hvers kyns fjárhagsstuðningi við fyrirtæki með sanngjörnum skilyrðum. Ekki var orðið við þeirri sjálfsögðu beiðni, breytingartillögu þess efnis var því miður hafnað.

Við stöndum ekki í vegi fyrir annars góðu frumvarpi og góðum markmiðum en sitjum hjá.