150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[19:05]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Mig langaði að spyrja út í samspil úrræða ríkisstjórnarinnar, þ.e. hlutabótaleiðarinnar sem við ræðum núna og ríkisstuðningsins vegna uppsagna sem var ræddur áðan. Eins og hæstv. ráðherra sagði í ræðu sinni var hlutabótaleiðinni upphaflega ætlað að koma í veg fyrir holskeflu uppsagna og nú virðumst við vera komin á stað þar sem við horfum fram á einhvers konar holskeflu uppsagna og þar af leiðandi er ríkisstjórnin að bregðast við á þann hátt að aðstoða fyrirtæki við uppsagnir. Mig langar að spyrja hvort eitthvert samráð hafi verið milli ráðuneyta þegar þessi frumvörp voru unnin, settar fram einhvers konar sviðsmyndir og greining á áhrifum sem þessi tvö úrræði hafa hvort á annað, hvernig þau spila saman og hversu margar uppsagnir eru áætlaðar. Það hlýtur að hafa verið skoðað (Forseti hringir.) hvað ríkisstjórnin áætlar að verði margar uppsagnir og einnig hvort það verði ekki örugglega gert árangursmat eftir á til að (Forseti hringir.) kanna hvernig samspilið (Forseti hringir.) hafi verið.

(Forseti (ÞorS): Forseti minnir á tímamörk.)