150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[15:41]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég kem bara hingað upp til að fagna þessu mikilvæga máli sem færir okkur einu skrefi lengra í átt að aukinni skaðaminnkun í samfélagi okkar og þeirri viðhorfsbreytingu að þeir sem eiga við vímuefnavanda að stríða þurfi á aðstoð að halda en ekki refsingu. Ég fagna hugrekki ráðherra að leggja þetta fram. Mér sýnist að þetta ætli fram að ganga, a.m.k. eftir 2. umr. sem er mjög gott, og hvet ráðherra til áframhaldandi hugrekkis þegar kemur að því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna almennt þannig að við náum utan um og opnum faðminn fyrir alla sem eiga við vímuefnavanda að stríða en ekki einungis þann litla hóp sem ég held að þetta úrræði muni koma til með að gjörbreyta lífinu hjá og aðstoða á hátt sem samfélagið hefur ekki áður verið tilbúið að gera.