150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[16:12]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um neyslurými. Það liggur fyrir að í samfélaginu er hópur fíkla sem þarf á mikilli aðstoð að halda. Hann nýtur kærleiksríkrar meðferðar hjá Frú Ragnheiði, þar er fólk sem hefur hjálpað þessum einstaklingum af ótrúlegri fórnfýsi og kærleik. Með þessum lögum er verið að opna leiðir fyrir nýja fíkla, yngri fíkla, til að nýta sér slíka aðstöðu. Mér er sagt af mér fróðari mönnum í meðferðarúrræðum að það skapi mikla hættu að hleypa ungum fíklum inn í slíka aðstöðu þar sem þeir geta í ró og næði og friði fallið mun fyrr í þeirri freistni sem þeir glíma við.

Ég mun því segja nei við þessu frumvarpi.