150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

tófa og minkur.

545. mál
[17:27]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ránfuglar og rándýr eru óðalsdýr, helga sér svæði og eru í samkeppni, þannig að fjölgun þeirra er sjálfhemjandi. Þeim getur vissulega fjölgað en bara upp að vissu marki. Fjölgunin er ekki stjórnlaus. Ísland í árdaga var ekki landauðn hér með eintóma refi, erni og fálka. Menn vita alveg nákvæmlega hvernig þetta gengur fyrir sig í náttúrunni þannig að þegar verið er að ræða um að hemja eða hamla vexti tiltekinna stofna verður það að gerast á vísindalegan máta. Það er alveg ljóst að ef við miðum t.d. við fjölgun hreindýra á Íslandi þyrfti að deyða þúsundir refa á hverju ári. Ég held að það sé miklu nær að við horfum á umhverfisbreytingar erlendis, umhverfisbreytingar hér og sinnum þessu af vísindalegri þekkingu og með vísindalegra nákvæmni í staðinn fyrir að kenna refnum um alla skapaða hluti í fuglabreytingum (Forseti hringir.) eða fánubreytingum á Íslandi vegna þess að þetta eru rangar aðfarir gegn mikilvægu dýri í vistkerfi landsins.