150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[12:04]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Við skulum líta á atkvæðagreiðsluljósin og sjá hvernig stjórnarliðar greiða atkvæði. Í þessum lið, þessari tillögu sem hv. stjórnarliðar eru nú að fella og fleiri, eru sett sömu skilyrði og í hlutabótafrumvarpinu um hámarkslaun æðstu stjórnenda og eigenda fyrirtækja, sömu skilyrði og þessir sömu stjórnarliðar setja í annað frumvarp, þ.e. um hlutabótaleiðina. Ætlar einhver að halda því fram að enginn hvati sé í því fólginn að fara frekar yfir í uppsagnir þar sem slík skilyrði eru ekki?

Herra forseti. Ég er svo hneyksluð að ég segi bara: Guð minn góður.