150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[12:48]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við ræddum í gær áfram um Menntasjóð. Ég nefndi það að ég fagnaði því að málið færi aftur inn til nefndar á milli 2. og 3. umr. Það sem ég vil ítreka hér er sá fyrirvari sem ég hef á meirihlutaáliti og aðallega það sem snýr að fjölgun starfsmanna, en talað er um að fjölga eigi um 15 starfsmenn í þessum nýja Menntasjóði. Nú vinna u.þ.b. 35 starfsmenn hjá LÍN. Mig fýsir að vita í hverju sú fjölgun liggur.