150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[13:04]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Eins og kom fram hjá hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni þá líkist okkar breytingartillaga nokkuð breytingartillögu 1. minni hluta, þó er um að ræða örlítið öðruvísi útfærslu en ætlunin er sú sama; að rjúfa þann vítahring sem margir námsmenn eru í að þurfa að stunda vinnu til framfærslu sér meðan á námi stendur í stað þess að geta einbeitt sér að náminu. Þess vegna leggjum við til að lagðar séu skýrari reglur til stjórnar um það hvernig framfærslan sé skilgreind. Ég geri mér vonir um að þingheimur taki þessu vel.