150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[20:20]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Fram kemur m.a. í umsögn Samtaka atvinnulífsins að þau hafi fengið að sjá vissar tillögur og annað þó að það hafi kannski ekki verið endanlega niðurstaðan, en þau fengu að segja skoðun sína og komu að því og annað slíkt. Kannski var ekki farið til allra en alla vega var haft samráð og visst samtal hefur verið í gangi. En varðandi frekari breytingar þá hafa málin verið rædd í dag. Ég hef fylgst með öllum breytingartillögum og skoðað þær allar. Þegar það gengur allt saman upp, þ.e. að feta milliveginn á milli hagsmunaaðila, þá skoða ég auðvitað allar breytingartillögur með opnum hug.