150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[15:53]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða gott mál og mikilvægt og þarna eru stigin mörg jákvæð skref. Markmiðið að baki þessu frumvarpi er bæði þarft og gott en ég, eins og aðrir hér inni, set ákveðið spurningarmerki við það hvort frumvarpið sé til þess fallið að ná fram markmiðum sínum með þeirri umgjörð sem því er búin. Þar er ég að vísa í eftirlitsþáttinn, að þeirri leið sé hafnað að ætla að setja upp sjálfstæða og óháða nefnd til að framfylgja því regluverki sem hér er sett. Sjálfstæð og óháð nefnd myndi vera betur til þess fallin að treysta umgjörð þessara tillagna og ná fram markmiðum frumvarpsins og síðast en ekki síst, að skapa það traust sem frumvarpið gengur út á.

Eins og frumvarpið lítur út akkúrat núna er markmiðið traust, en það er ekki alveg gefið að niðurstaðan verði það með því að hafa eftirlitið með þeim hætti sem frumvarpið boðar.