150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[16:17]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Þetta er að meginstefinu til táknræn aðgerð núna þar sem er tilvísun í þá nefnd sem við lögðum til að færi með sjálfstætt eftirlit með þessum reglum sem búið er að fella. En við leggjum til að viðurlög verði við alvarlegum brotum á þessum reglum, sem ekki eru til staðar í frumvarpinu eins og stendur nú. Vísað er í það í greinargerð að ráðherrar eða ráðuneytisstjórar geti gripið til viðeigandi starfsmannaréttarlegra ráðstafana verði þeir uppvísir að brotum, auðvitað ekki ráðherrarnir sjálfir. Það er ekkert eftirlit með þeim. En við leggjum til að ef um alvarleg brot sé að ræða verði það birt opinberlega. Það er nú allt og sumt sem við lögðum til, en það náði ekki í gegn, þ.e. að birta brot æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins opinberlega. Það er greinilega best að halda því leyndu.