150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

um fundarstjórn.

[15:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Ég vil minna hæstv. forseta Steingrím J. Sigfússon, hann sat ekki í stól forseta þegar ég nefndi það í síðustu viku, þó að ég hafi nefnt það við þingfundaskrifstofu, á að forseti getur ekki með mínu samþykki litið svo á að hann geti beitt 80. gr. þingskapa, eins og hann hefur gert meðan Covid-málin stóðu yfir, um að taka fyrir breytingartillögur og svoleiðis, án þess að kosið sé um það í þingsal eins og hefðin hefur verið frá upphafi, alveg fram að Covid. Forseti getur ekki tekið sér það vald núna fyrst við erum ekki í þessari halarófukosningu. Við þurfum að fara til baka í það form sem var því að það vald forseta að lýsa því yfir að hann líti svo á að samþykki sé fyrir máli ef enginn hreyfir andmælum er eitthvað sem ég hreinlega treysti þessum sitjandi forseta ekki fyrir. Varðandi 80. gr. er það núna skýrt fyrir forseta og alþjóð í annað sinn að hann getur ekki litið svo á að fyrir liggi samþykki frá mér til að hann megi afgreiða mál án atkvæðagreiðslu og þar við situr. Hvernig ætlar forseti að bregðast við því?