150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[16:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það eru vönduð vinnubrögð stunduð í atvinnuveganefnd, eins og við þekkjum. Við fengum nákvæmar tölur frá Þjóðskrá Íslands um hvað myndi falla þarna undir, kennitölur fólks með lögheimili á Íslandi. Af þeim eru íslenskir ríkisborgarar 242.767 talsins og erlendir ríkisborgarar 44.808. Þá kemur fram sú tala sem þingmaður var með áðan. Þetta eru tölurnar sem við erum að vinna með og við höfum fengið mjög góð gögn frá þjóðskrá um þetta til að skilgreina þessa notkun á kennitölum. Það er akkúrat það sem menn leggja til í breytingartillögunni, að fá það hreint fram hvað sé eðlilegt varðandi þann þátt. Það er þessi útskýring og fylgir með í gögnum málsins frá þjóðskrá í umsögn.