150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[20:58]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er bara ekki rétt hjá hv. þingmanni. Ég fór yfir það sem við teljum jákvætt við samkomulagið. Þó að ég hafi ekki nefnt Vesturlandsveg sérstaklega þá sagði ég einfaldlega að þetta lyti að því að það ætti að byggja upp samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu, þannig að ég held að ég hafi ekki þurft að tilgreina sérstaklega einhverja ákveðna vegi hvað það varðar. Þetta er merkilegt samkomulag, ég dreg ekkert úr því, alls ekki. Við teljum hins vegar ekki forsvaranlegt að eyða tugum milljarða í borgarlínu. Við höfum þessar leiðir sem eru stofnbrautir og mislæg gatnamót o.s.frv. og það er verið að fara í önnur vistvæn verkefni eins og hjólastíga og slíkt. Allt er þetta gott og mikilvægt. Þannig að þetta er ekki alveg rétt eins og hv. þingmaður nálgaðist málið. En afstaða okkar til borgarlínu er alveg skýr og ég hef komið henni skýrt á framfæri.