150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

um fundarstjórn.

[12:38]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með öðrum þingmönnum, að mál séu tekin svona úr nefndum. Það er alsiða á þessum tíma í þingstörfunum að formenn þingflokka fundi saman og taki sér stöðu í að semja um mál sem taka á úr nefndum og færa til þingsins. Mér finnst ekki boðlegt að þessari aðferð sé beitt, að mál séu rifin úr nefndum. Ég kvarta hér yfir því við forseta og bið um að þau vinnubrögð sem hafa verið við lýði um árabil séu höfð í hávegum.