150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

um fundarstjórn.

[12:42]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt sem formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Birgir Ármannsson, segir að það er ekki þannig að minni hlutinn ráði hér á þingi. Það má kannski taka undir það sjónarmið hans að meiri hlutinn skuli ráða enda hefur hann lýðræðislegt umboð til þess. En sums staðar er það nú svo engu að síður að það er litið svo á að málefnin ráði og mikilvægast af öllu sé að vinna mál þannig að þau séu sem vönduðust og fái sem besta afgreiðslu í nefndum. Því miður hefur borið á því í þessari vinnu nú að ætlunin er að rífa mál úr nefndum, hv. velferðarnefnd og hv. atvinnuveganefnd, áður en þau eru tilbúin vegna þess að meiri hlutinn ræður, eða hvað?