150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

+um fundarstjórn.

[12:58]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er ekki reiður út í nokkurn mann, [Hlátur í þingsal.] ég vil bara að mál séu unnin almennilega. Það var ekki mín tillaga, sagði hv. þm. Ólafur Þór Gunnarsson hér áðan í ræðustól og var þá að vísa til þess að hv. þm. Helga Vala Helgadóttir, sem óvart er formaður velferðarnefndar, hafði stungið upp á einhverjum fundartíma. Það var ekki mín tillaga, segir hv. þm. Ólafur Þór Gunnarsson og þar með er það bara útrætt. [Hlátrasköll í þingsal.] (Gripið fram í.) Mér finnst þessi setning eiginlega sýna okkur málið og vinnubrögðin í hnotskurn. Það var ekki mín tillaga. Ég vil gera það að minni tillögu að við reynum hér að vinna öll saman vegna þess að hingað er litið. Hér eru mjög mikilvæg mál sem við þurfum að klára sem margir eiga (Forseti hringir.) mjög mikið undir að við klárum. En þá þurfum við (Forseti hringir.) að vinna saman. (Gripið fram í: Heyr, heyr. )