150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

um fundarstjórn.

[13:07]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Nú erum við komin á leiðinlega kunnuglegar slóðir. Ég vil taka tvennt fram: Þau stóru orð sem hér eru látin falla um þingmenn, að þeir beiti ofbeldi og valdníðslu, eru ekki ásættanleg. Við getum ekki fellt okkur við það að við tölum svoleiðis saman inni í þessum sal. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Hitt er að á fundi þingflokksformanna í gær var það minni hlutinn sem sleit viðræðum þannig að ég lít svo á að boltinn sé hjá minni hlutanum núna. Við hefðum gott af því að koma saman og ræða málin en ekki bjóða upp á þetta bíó hérna. Það er enginn að biðja um það.