150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

um fundarstjórn.

[13:15]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég ætla að ítreka beiðni mína um að það verði gert fundarhlé. Ég gleymdi einu atriði áðan sem mér finnst mikilvægt að komi fram vegna þessa fyrirhugaða fundar sem enginn veit um, sem á að vera í fundarhléi sem enginn veit um, og það er að húsnæðismál séu sett á dagskrá síðast í kvöld. Nú viljum við reyna að vanda vinnubrögð okkar í velferðarnefnd en ef þessi fundur verður, sem enginn veit hvenær, þá vitum við heldur ekkert um það hvort við getum sent húsnæðismálið út til umsagnar. Það var bara þetta sem ég gleymdi að koma að áðan.