150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

um fundarstjórn.

[13:27]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Það er á tímum sem þessum sem kemur til kasta forseta þingsins að ganga fram og vera miðlari sátta og fyrirmynd í því að verklag þingsins sé eins og það ætti að vera. Nú veit ég að forsetinn er mannasættir og sáttfús í eðli sínu. Ég held að það sé tvennt sem væri rétt að gera akkúrat núna, það væri að gera hlé á þessum fundi þannig [Kliður í þingsal.] að menn geti ráðið ráðum sínum (Gripið fram í: Uss.) og að mál félagsmálaráðherra, sem nú er sett hér inn 14 mánuðum á eftir áætlun, yrði fært framar á dagskrána svo að það fengi aukið vægi í umræðum í dag. Að lokum vil ég taka heils hugar undir þau orð sem voru höfð eftir þáverandi hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni áðan um gott verklag á Alþingi.