150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[14:52]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að tala um fundarstjórn forseta, þ.e. þann sið hæstv. forseta Alþingis, sem mér hefur stundum fundist bera svolítið á upp á síðkastið og kom fyrir nú í dag, að gefa umræðunni einkunn. [Hlátur í þingsal.] Það liggur við að það sé stjörnugjöf frá hæstv. forseta í lok umræðu. Þessi umræða hafi nú bara verið upp á tvær stjörnur og hin umræðan hafi verið ósköp klén og fái aðeins eina stjörnu. Hann stundar það að koma með svona athugasemdir um það hvort honum finnist að menn eigi erindi í þennan stól þegar (Forseti hringir.) þeir telja sig eiga erindi í hann (Forseti hringir.) og ég verð að segja að ég gef þeim sið hæstv. forseta (Forseti hringir.) ekki margar stjörnur.