150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[15:19]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður vísaði í þessi ágætu orð Árna Magnússonar. Er erroribus ekki þágufallið af orðinu „villa“ í fleirtölu? Villa er kannski akkúrat það sem þetta snýst svolítið mikið um. Villur eru alltaf gerðar þegar verið er að safna gögnum. Við reynum að forðast þær og reynum að setja reglur um utanumhaldið til að komast hjá þeim. Mikilvægi punkturinn í ræðu minni var einmitt það að við eigum ekki endilega að gefa litlum fyrirtækjum afslátt af reikningsskilastöðlum. Við þurfum einmitt að herða þá í mörgum tilfellum vegna þess að villurnar eru svo margar og margar eru gerðar vísvitandi. En við þurfum líka að vera mjög dugleg að finna leiðir til þess að sjálfvirknivæða söfnun gagna og úrvinnslu þeirra til þess einmitt að minnka (Forseti hringir.) kostnaðinn þannig að stærðarhagkvæmni sé ekki forsenda markaðsþátttöku.