150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

afsögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

[15:14]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Með þessu springur framan í okkur gamalt efni, hinir inngrónu, hörkulegu og menningarlegu samskiptahættir sem hér hafa tíðkast og eru óvægnir á köflum, jafnvel ósvífnir. Við erum ekki að kinoka okkur við því að takast á. Við eigum að takast á um málefni en þegar átökin ganga út yfir menn og verða persónuleg er mál að linni. Hér höfum við hv. þingmenn allir verk að vinna og þingið er að takast á við þetta og mun gera það á næstunni. Þetta er innlegg inn í þá umræðu. Ég tek undir orð hv. þm. Halldóru Mogensen og spyr: Er komið öðruvísi fram við konur sem stjórna nefndum, eða almennt í þinginu, en karla? Þessari spurningu verðum við að velta fyrir okkur og fá svar við.