150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

opnun landamæra.

[15:31]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra fyrir svarið. En afskaplega þykir mér dapurt ef hún segir að ekkert hafi farið úrskeiðis. Í sambandi við þennan glæpahóp þótti mér allt hafa farið úrskeiðis vegna þess að þeir komu til landsins þegar við vorum ekki búin að rýmka reglurnar, sem hæstv. dómsmálaráðherra benti á að við hefðum gert í dag.

Þess vegna langaði mig að fá svar við spurningunni: Hvað var gert á þessum tíma? Þurftu þeir ekki að skila inn neinum gögnum? Þurftu þeir ekki að sýna fram á að þeir væru að koma í t.d. sóttkví B til þess að fara að vinna hérna? Þurftu þeir ekki að skila neinu? Löbbuðu þeir bara inn í samfélag okkar eins og enginn væri morgundagurinn? Var það það sem gerðist, hæstv. dómsmálaráðherra? Mig langar bara að fá svar við því.