150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja.

814. mál
[17:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Páll Magnússon) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla svo sem ekki að lengja þetta mikið. Ég skil áhyggjur hv. þingmanns og hvert hann er að fara með þeirri rökleiðslu sem hann hefur hér uppi. Ég held hins vegar að hv. þingmaður verði sömuleiðis að skilja að hugsanleg áhrif, eins og hann lýsti áðan, eru eiginlega svo langt undan, þ.e. að leggja mat á hvað gerist ef aðgerðin nýtist ekki fjölda fyrirtækja með þeim hætti að við værum að forða kostnaðinum af gjaldþrotunum sem yrði ef við gerðum ekkert. (Gripið fram í.) Já. Ég átta mig alveg á fyrirspurninni.

Ég tek hins vegar undir þau rök sem hér hafa verið færð fyrir því að það sé nánast útilokað, a.m.k. innan einhvers skikkanlegs tíma, að ná utan um það með mati á þessu af því að spurningin væri þá: Hvað ef þetta gagnast ekki fyrirtækjunum sem við ætlum að þetta gagnist og þyrftum þá að leggja mat á hvað gerðist ef tiltekinn fjöldi fyrirtækja færi samt á hausinn, sem hann hefði þó alveg örugglega gert ef ekki hefði verið gripið til ráða? (Gripið fram í.)

En ábendingin er fram komin og meðtekin og ég þakka hv. þingmanni fyrir.