150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

heilbrigðisþjónusta.

439. mál
[20:45]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við sitjum hjá í þessu máli. Það er aðallega út af því að þetta er eitt af þeim málum sem tekið var úr nefnd áður en við náðum almennilega að klára þá góðu umræðu sem var byrjuð í nefndinni. Það eru vinnubrögð sem við erum vonandi að fara að laga núna; eiga almennilega umræðu um nefndarálitið og klára hana áður en það er afgreitt úr nefndinni, þannig að við sitjum hjá í bili. Ég tel það vera góða niðurstöðu að málið sé tekið aftur til nefndar og vonandi náum við betri sátt um málið þar áður en það kemur til 3. umr.