150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[22:21]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Guðjón S. Brjánsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Líneik Anna Sævarsdóttir nefnir samgöngusáttmálann sem er gríðarlegt hagsmunaatriði fyrir höfuðborgarsvæðið allt, sveitarfélögin hér. Við væntum þess að hann geti orðið að lögum og framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Við nefnum ljósastýringuna í áliti 1. minni hluta og teljum það atriði hvað skjótvirkast til árangurs. Ég tel það ekkert efamál að ef niðurstaða vinnuhóps eða úttektar er að það eigi að forgangsraða með þeim hætti að við setjum ljósastýringuna framar þá sé það mikið athugunarefni enda eru hagsmunirnir miklir. Það leiðir til minni úrgangs, (Forseti hringir.) greiðari umferðar og minni tafa.