150. löggjafarþing — 120. fundur,  18. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[15:53]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta ágæta svar og ég held að við séum í rauninni alveg hjartanlega sammála að flestu leyti.

Hv. þingmaður nefndi Vaðlaheiðargöngin. Vissulega hefði verið hægt að fara aðrar leiðir við fjármögnun og vissulega má spyrja spurninga í tengslum við það en það verkefni var samt sem áður gríðarlega mikilvægt og sást strax í vetur hversu gríðarlega mikilvæg göngin voru.

Mig langaði hins vegar að spyrja hv. þingmann út í það sem við ræddum um viðhald vega og það sem hv. þm. Guðmundur Ingi Kristinsson kom inn á áðan varðandi öryggi. Er ekki einmitt spurning um að fara að setja meira í viðhald vega og þjónustu við vegina til að auka öryggi? Ég held að það gleymist því miður allt of oft í (Forseti hringir.) þessu samhengi.