150. löggjafarþing — 126. fundur,  24. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[16:52]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka það fram í upphafi að fundarstjórn forseta er óaðfinnanleg. Það var hins vegar annað sem kom hér upp áðan þegar ég lýsti því að sitjandi forseti hefði verið fyrsta manneskjan til að benda undirrituðum á hvað borgarlína væri. Ef hugleiðingar mínar um legu rauðra dregla borgarlínu máttu túlkast sem spurningar til sitjandi forseta þá var það ekki meiningin. Ég myndi ekki beina spurningum til sitjandi forseta sem getur ekki svarað þannig að ég tek fram eins og margir vita að ég er seinn til að hugsa og þess vegna tók mig smátíma að velta fyrir mér hvar ég hefði stigið út af línunni. Ég vil bara að það sé alveg klárt að forseti viti að mér kemur ekki til hugar að beina til hennar spurningum þegar hún getur ekki svarað fyrir sig.