150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[11:45]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú er það þannig að ég kann vel að meta það að forseti þingsins sé milt yfirvald en mér gremst að þingmenn komist upp með það að misnota hér lið sem heitir að bera af sér sakir og komi upp, herra forseti, afsakið orðbragðið, með væl yfir því að þegar þeir eru reknir á gat þá fari þeir að bera af sér ímyndaðar sakir. Herra forseti. Mér finnst þetta gróf misnotkun og ég treysti því að forseti leyfi ekki slíka háttsemi aftur því að þetta er hrein misnotkun á þessum ágæta lið um að fá að bera af sér sakir.